Hvernig virkar Toastmasters?

Einfalt en áhrifaríkt

Fundir eru haldnir á 2 vikna fresti og gera má ráð fyrir því að hver fundur taki 2 klukkustundir. Fundir eru samkvæmt ákveðnu formi og er skipt í 3 hluta:

01

Undirbúnar ræður

Nokkrir aðilar hafa undirbúið ræður fyrir fundinn og halda þær á fundinum. Hver ræða getur tekið 5-7 mínútur.

02

Endurgjöf

Hver ræðumaður fær endurgjöf frá reyndum Toastmasters meðlimi. Hver endurgjöf tekur 2-5 mínútur.

03

Óundirbúnar ræður

Fundarstjóri býður mönnun að halda óundirbúnar ræður um ákveðið efni. Hver ræða tekur 2-3 mínútur.


Alþjóðlegt samfélag

Alþjóðleg hreyfing

JToastmasters alþjóðahreyfingin er meira en 100 ára og með tæplega 300.000 meðlimi í 150 löndum. Styrkur Toastmasters liggur ekki síst öflugu alþjóðlegu kerfi sem styður við bakið á félögum.

Einfalt fyrirkomulag

Fyrirkomulagið er einfalt og mjög áhrifarríkt.

Alþjóðleg fræðsla

Toastmasters býður fjölbreytta fræðslu og stuðning frá alþjóðlegri hreyfingu með starfsemi í næstum 150 löndum.

Stuðningur

Stuðningur frá félögum bæði innan eigin klúbbs, landshreyfingu og alþjóðlegri hreyfingu.

Lærðu með reynslunni

Toastmasters gefur fjölmörg tækifæri til að bæta sig, ekki bara að halda ræður. Á venjulegum fundi sér Toastmaster (fundarstjóri) kvöldins að stýra flæðinu. Fundarstjóri sér um að kynna fundarmenn, endurgefendur og að fundaráætlun sé haldið.

Önnur hlutverk getur verið að verða stjórnandi óundirbúinna ræða, taka tímann og að hjálpa til við fundinn.

Þú ákveður hversu mikið þú tekur þátt í fundinum.